Portimao
Við bjóðum 34 íbúðir í fyrsta áfanga Valhalla sem eru staðsettar um 150 metra eða 5 mínútna gang frá ströndinni í Portemao Algarve. Stutt í verslanir, veitingahús og aðra þjónustu. Portemao er lífleg og skemmtileg lítil borg sem hentar vel til búsetu árið um kring.
Fyrsta íbúðin sem er tilbúin til afhendingar er 85,36 m2 + svalir beggja megin við íbúðin. Með svölum er heildarstærð íbúðarinna 123.41 m2.
- 2 svefnherbergi með fataskápum
- 2 baðherbergi, annað með baði og Jacuzzi. Hitt með sturtu.
- Eldhús með uppþvottavél, þvottafél, míkróofni, kæliskáp, vatnshitara, eldavél og ofn.
- Stofa með stórum gluggum
- 2 bílastæði, annað í bílakjallara
- Hiti og kæling öllum herbergjum
- Sundlaug og garður
- Sjávarútsýni frá svölum. 150 fjarlægð frá ströndinni.
Íbúðirnar er yfirleitt hægt að fjármagna að fullu með skattahagræðingu. Sendu inn umsókn og við reiknum dæmið fyrir þig.
Viltu vita meira?
Láttu okkur reikna þitt dæmi