Skattafríðindi

Skattafríðindi

How Can We Help?

Skattafríðindi

Þú ert hér:
< Til baka

Portúgal býður erlendum ellilífeyrisþegum sem óska að flytja til landsins skattfrelsi á ellilífeyris- og lífeyrissjóðgreiðslur undir lögum sem kallast NHR (Non habitual residency).

Ísland og Portúgal hafa gert með sér tvísköttunarsamning sem kveður á um hvaða ríki á skattlagningarréttinn. Þeir Íslendingar sem flytja lögheimilið til Portúgal greiða því engan skatt af tekjunum á Íslandi.

Mjög einfalt er fyrir fólk að nýta sér þessi fríðindi:

  1. Umsókn. Valhalla sækir um NHR (Non habitual residency) fyrir viðkomandi í Portúgal. Skattur verður 0% á ellilífeyri og lífeyrissjóðsgreiðslur. Fái viðkomandi einnig örorkubætur til viðbótar ellilífeyri verða þær greiðslur einnig skattfrjálsar.
  2. Undanþága. Vottorði frá Portúgal er framvísað til RSK á Íslandi og það endurnýjað einu sinni á ári. Við það fellur skattskyldan niður á Íslandi.

Ellilífeyrir = 0% skattur

Lífeyrissjóðsgreiðslur = 0% skattur

  • Sérákvæði gildir í tvísköttunarsamningi um greiðslur frá LSR (Lífeyrissjóði Starfsmanna Ríkisins) og lífeyrissjóðum stofnuðum af sveitarfélögum.  Þær tekjur verða áfram skattlagðar á Íslandi.

Örorkubætur = 0% skattur 

  • Ef örorkubætur eru greiddar eftirlaunaþega

Skylirðin er að viðkomandi búi meira en 180 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili í Portúgal.  Þetta þarf ekki að vera samfellt tímabil. Viðkomandi geta því dvalist á Íslandi eða öðrum löndum vikum eða mánuðum saman t.d. samtals 175 daga á ári og haldið fríðindunum.

_______________________________________________

Hér má sjá tvísköttunarsamning við Portúgal og samskipti við RSK:

Hér má sjá nánari upplýsingar um skattfrelsi í Portúgal