Lisbon Portúgal Villa

Lisbon Portúgal Villa

Stórt og glæsilegt hús í Lisbon Portúgal. Frábær staðsetning, stutt í miðborgina, ströndina og flugvöllinn.

Húsið hentar sem einbýlishús t.d. fyrir fjölskyldu sem vinnur að heiman. Jarðhæð með sérinngangi og er í dag nýtt fyrir skrifstofuaðstöðu, fjölskyldurými með pool borði, svefnherbergi og baðherbergi. Gengið út í garð þar með sítrónutrjám og útsýni yfir svæðið.

Innaf jarðhæð er hol og rými einnig með sérinngangi að utan sem er nú nýtt sem þvottahús. Gæti verið sér stúdíóíbúð. Gæti einnig hentað sem líkamsræktarherbergi og auðvelt að setja sauna í yfirbyggt rými þar sem sérinngangurinn er.

Á annarri hæð eru 4 svefnherbergi, eldhús og stórt baðherbergi. Gengið er úr eldhúsi niður tröppur í garðinn.

Á þriðju hæð er lítil setustofa, stórt svefnherbergi, og baðherbergi.

Frábær fyrir heimavinnandi – fjarvinnslu

Frábær aðstaða fyrir fjölskyldu sem vill flytjast erlendis og koma sér upp vinnuaðstöðu heima t.d. fjarvinnslu yfir netið. Ljósleiðaratenging með öflugu neti. Úr húsinu hefur áður verið rekið síma- og þjónustuver fyrir þekkt Íslenskt fyrirtæki.

Leiðarkerfi í allar áttir

Lisbon flugvöllur er aðeins um 20 mínútna akstur og kostar lítið með Uber bílum. Öflugur alþjóðaflugvöllur með tengingum við alla Evrópu, Bandaríkin og Suður Ameríku. Einnig tengingar til Asíu.

10 ára skattfríðindi.

Þeir sem flytja til Portúgal geta sótt um 10 ára skattafríðindi. Af lífeyrisjóðstekjum greiðast þá aðeins 10% skattur (var áður 0%) þótt greiðslurnar komi frá Íslandi – engir skattar greiðast af peningunum á Íslandi. Af öðrum tekjum fæst um helmings afsláttur af sköttum. Skattasparnaðurinn getur yfirleitt greitt niður fasteignina á nokkrum árum. https://valhallaparadis.com/knowledge-base/skattur/

Öflugt og frítt heilbrigðiskerfi

Portúgal er með öflugt heilbrigðiskerfi og talið eitt það besta í Evrópu https://valhallaparadis.com/knowledge-base/oflugt-og-fritt-heilbrigdiskerfi/

Verð Kr. 79.000.000

Eignaskipti á fasteign í Reykjavík (höfuðborgarsvæðinu) mögulegt.

Sendu fyrirspurn: