Tvöfaldaðu ellilífeyrinn

Tvöfaldaðu ellilífeyrinn

Nýjar skattareglur í Portúgal og tvísköttunarsamningur við Ísland gerir ellilífeyrisþegum kleift að flytja lögheimili sitt til Portúgal og fara í 0% tekjuskatt. Þá er framfærslukostnaður um 60% lægri í Portúgal en á Íslandi.

Íbúðin greidd með skattasparnaði

Sé tekið dæmi um hjón sem eru hvort um sig með samtals kr. 294.984 í lífeyri (194.984 frá TR og 100.000 úr lífeyrissjóði eða séreignarsparnaði) greiðir hvort um sig kr. 56.060. Samtals greiða hjónin kr. 112.120 á mánuði í skatt.

Þegar hjónin flytja lögheimilið til Portúgal og búa þar rúmlega 6 mánuði ársins fellur skattgreiðslan niður en þau halda tekjunum, bæði ellilífeyri frá TR og tekjum frá lífeyrissjóði. Tekjurnar greiðast til þeirra í Portugal og þar greiða þau engan skatt af þessum tekjum.

Skattasparnaðurinn greiðir fyrir íbúð í Portúgal. Íbúðin kostar ellilífeyrisþegana ekkert.

Ráðstöfunartekjur tvöfaldast

Hjónin höfðu ráðstöfunartekjur eftir skatt á Íslandi kr. 238.924 hvort, kr. 477.848 saman. Framfærslukostnaður í Portúgal er um 60% lægri en á Íslandi þannig að ráðstöfunartekjurnar tvöfaldast.  Hjónin eiga nú kr. 508.938 afgangs í hverjum mánuði til að njóta lífsins.
Sjá samanburð  –  Verðlag á helstu nauðsynjavörum

Tvær milljónir aukalega

Til viðbótar geta hjónin leigt út íbúð sína á Íslandi t.d. í gegnum bókunarsíður eins og Airbnb í allt að 90 daga ári uppí löglegt skammtímaleigu hámark kr. 2.000.000.  Hressileg aukabúbót sem greiðir margfalt fyrir flug á klakann í fjölskylduboð og hátíðisdaga. Ef hjónin eru nokkra mánuði á ári á Íslandi geta þau einnig leigt út íbúð sína í Portugal með sama hætti.  Sjá útreikning

Reiknivélar:

Dæmið sem við notuðum er hér: Dæmi úr Reiknivél lífeyris

Þú getur reiknað þitt dæmi hér: Reiknaðu þitt dæmi í reiknivél TR