Um okkur

Um okkur

Valhalla Paradís er að kaupa og byggja hundruð íbúða og húsa í Algarve í Portúgal sem ætluð eru fyrir ellilífeyrisþega frá Íslandi og Skandinavíu.

Valhalla Paradís býður Íslenskum eftirlaunaþegum möguleika á að nýta skattalegt hagræði undir nýlegum lögum í Portúgal sem býður eftirlaunaþegum frá EES löndunum að setjast að í landinu og greiða enga skatta í amk 10 ár.

Tvísköttunarsamningur við Ísland gerir það mögulegt að taka eftirlaun og lífeyrissjóðsgreiðslur úr almennum sjóðum og greiða hvorki skatt á Íslandi né í Portúgal ef viðkomandi býr þar að minnska kosti 183 daga á hverju ári.  Það þarf ekki að vera samfellt tímabil. Skatta afslátturinn getur numið allt að 100%.

Þá er framfærslukostnaður 50-60% lægri í Portúgal en á Íslandi.

Skattahagræðing og lægri framfærslukostnaður geir flestum ellilífeyrisþegum mögulegt að eignast húsnæði sem er að fullu greitt fyrir með ofangreindum sparnaði þannig að þegar upp er staðið kostar húsnæðið ekkert. Einnig er mögulegt að gera langtíma leigusamning um húsnæði og leigan er þá að fullu greidd með ofangreindum sparnaði.