Stjórn Valhalla

Stjórn Valhalla

Paulo Mirpuri

Stjórnarformaður

Paulo er eigandi Mirpuri Investments í Lisbon sem á fjölda fasteigna, hótel og fyrirtæki í Portúgal og víðar um heim.

Hann er með nær 30 ára reynslu í flugrekstri. Byggði upp stærsta einkarekna flugfélag Portúgals og seldi félagið 2006. Einnig stofnaði hann stærsta einkaþotunet í Evrópu, Netjets sem hóf starfsemi 1996 með 3 þotur og sem hann seldi árið 2005 með 120 þotum fyrir tæpa 100 milljarða.

Í dag er Paulo eigandi og forstjóri HiFly sem er eitt stærsta og fjársterkasta leigufélag heims með flota af skuldlausum Airbus farþegaþotum.  Rekur einnig flugþjónustur fyrir flugfélög á fleiri flugvöllum í Evrópu og Asíu.

Paulo er menntaður læknir. Einnig er hann með atvinnuflugmannspróf (Airbus) og skipstjórnarréttindi. Paulo er bakhjarl Mirpuri Foundation sem styður ýmis verkefni fyrir jákvæðar breytingar í umhverfismálum bæði hvað varðar flug og siglingar svo og rannsóknir í læknavísindum.

Laurence Goodman

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Laurence er löggiltur endurskoðandi (Fellow of the Institute of Chartered Accountans in England and Wales). Hann er yfir 35 ára reynslu í fjármálaráðgjöf til fyrirtækja.  Hefur rekið eigin endurskoðenda- og fjármálaþjónustu og verið ráðgjafi hjá nokkrum af stærstu endurskoðendaskrifstofum heims.

Stofnaði Bridgebank Capital árið 2008 og er í dag einn helsti sérfræðingur á fjárfestingasviði fyrir fasteignir. Bridgebank hefur síðastliðin 12 ár verið leiðandi í fjármögnun nýbygginga í Bretlandi með tugi milljarða króna í útlánum.

Laurence og Bridgebank veita m.a. sérhæfða þjónustu til að meta lánshæfi fasteigna og hafa umsjón með greiðsluflæði til byggingaraðila í stærri framkvæmdum. Þannig er tryggt að útborganir til verktaka séu í takt við framgang og lok framkvæmda.

Ástþór Magnússon

Framkvæmdastjóri markaðssviðs

Ástþór hefur áratuga reynslu af alþjóðlegum viðskiptum. Eftir Verslunarskóla Íslands fór Ástþór til framhaldsnáms í Bretlandi. Tók próf í ensku frá Oxford University og nam ljósmyndun og markaðsfræði í University of Creative Arts (Medway College of Art and Design). Að loknu námi stofnsetti Ástþór ljósmyndagerð og póstverslunarfyrirtæki í Reykjavík með útibú í Danmörku og Færeyjum.

Ástþór stofnaði fyrsta kreditkortafyrirtækið á Íslandi, Eurocard/Mastercard, árið 1979.

Árið 1983 flutti Ástþór til Danmerkur og síðan Bretlands. Gerðist frumkvöðull í þróun tölvutækni fyrir gagnvirk upplýsinga- og verslunarkerfi. Hann kom einnig að flugrekstri um árabil og er með yfir 2000 flugstjórnartíma mest á einkaþotum.

Ástþór stofnaði Frið 2000 árið 1995 og skipulagði hjálparflug á stríðshjáð svæði sem færðu börnum gjafir mat og lyf, m.a. í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, Rauða krossinn og Rauða hálfmánann.  Ástþór vill að Ísland verði leiðandi í beinu lýðræði og forseti Íslands standi sem alþjóðlegur viti fyrir frið í heiminum.  Árið 1996 skrifaði hann og gaf út bókina Virkjum Bessastaði um nýja sýn á alþjóðleg stjórnmál og öryggismál þjóða og hefur notað vettvang forsetakosninga til að kynna þessi stefnumál. Ástþór hlaut Gandhi mannúðarverðlaunin og Heilaga gullkrossinn frá Grísku kirkjunni.

Undanfarin 15 ár hefur Ástþór rekið öflugt bílainnflutningsfyrirtæki (Islandus.is) með starfsemi á Íslandi, Evrópu og Bandaríkjunum.