Forsagan

Forsagan

Upphafið að Valhalla er áratuga reynsla Ástþórs Magnússonar af búsetu og störfum erlendis m.a. í Bretlandi, Portugal og Spáni.

Fyrir um þrjátíu árum kynntist Ástþór Mirpuri fjölskyldunni einni áhrifamestu og efnuðustu fjölskyldu í Portúgal sem eru umsvifamikil í flugrekstri og fasteignum. Ástþór aðstoðaði Paulo Mirpuri sem þá var ungur maður á þrítugsaldri með því að leggja til þotuna „Spirit of Iceland“ sem varð þota nr. 2 og flaug henni um tíma fyrir félagið frá Lisbon. Á þessum grunni var byggt up net af einkaþotum í Evrópu síðar selt fyrir tæpa 100 milljarða.

Þessi áratuga gamla vinátta hefur opnað gáttir og sambönd til að byggja upp í Portúgal Íslenskt samfélag ellilífeyrisþega sem vilja nýta sér nýjar skattareglur Portugal og tvísköttunarsamning við Ísland til að eignast heimili í sólinni sem greitt er fyrir með skatthagræðingu.

Við stefnum á að byggja um 500 íbúðir í Algarve undir merkinu Valhalla Paradís Eldri Borgara.

Félög Ástþórs Álftaborgir ehf sem stofnað var árið 1976 og Islandus Europe ehf standa á traustum grunni og eru skuldlaus fyrirtæki. Félögin starfa á Íslandi og erlendis m.a. í bílainnflutningi og fasteignum.

Við munum veita Íslendingum sem vilja flytja til Valhalla alla aðstoð sem á þarf að halda við kaup á húsnæði, flutninga og skráningu inn í landið.

Sjá nánar: Stjórn Valhalla