Áhrif búsetu erlendis á lífeyrisréttindi á Íslandi

Áhrif búsetu erlendis á lífeyrisréttindi á Íslandi

How Can We Help?

Þú ert hér:
< Til baka

Þú heldur áunnum réttindum á Íslandi eftir flutning til Portúgal.  Þegar þú tekur upp skattalegt heimilisfesti í Portúgal undir NHR reglunum færðu skattfrelsi í Portúgal (greiðir ekki skatt næstu 10 ár) og þökk sé tvísköttunarsamningi við Ísland fellur skattgreiðslan einnig á Íslandi (við framvísan á vottorði frá Portúgal).

Ellilífeyrir

Rétt til ellilífeyris eiga þeir sem hafa búið á Íslandi í a.m.k. 3 almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs. Réttur til ellilífeyris miðast við 67 ára aldur. Fullur réttur á Íslandi miðast við 40 ára búsetu á aldrinum 16 – 67 ára. Réttur þeirra sem hafa búið hér skemur er reiknaður út hlutfallslega .

Á grundvelli samninga, t.d. EES samningsins, haldast áunnin réttindi í hverju EES landi þrátt fyrir flutning. 

Örorkulífeyrir

Þeir sem hafa verið metnir til a.m.k. 75% örorku, eru á aldrinum 18 til 67 ára og hafa búið á Íslandi a.m.k. 3 síðustu ár fyrir umsókn geta átt rétt á örorkulífeyri frá TR. Fullur réttur miðast við 40 ára búsetu á aldrinum 16 – 67 ára. Réttur þeirra sem búa hér skemur á þessu aldursbili reiknast hlutfallslega.

Á grundvelli samninga, t.d. EES samningsins, haldast áunnin réttindi í hverju EES landi þrátt fyrir flutning.

https://www.tr.is/flutningur-a-millli-landa/ahrif-busetu-erlendis/