Fá allir ellilífeyrisþegar skattfrelsi í Portúgal?

Fá allir ellilífeyrisþegar skattfrelsi í Portúgal?

How Can We Help?

Fá allir ellilífeyrisþegar skattfrelsi í Portúgal?

Þú ert hér:
< Til baka

Skattfrelsið er veitt undir lögum Nr. 249/2009 nefnd „NHR“ sem Portúgal setti 23. desember 2009.  Lögin veita ríkisborgurum frá Evrópusambandsríkjum, EES og Sviss rétt til þess að skrá skattalegt heimilisfesti í Portúgal hafi þeir ekki haft slíkt síðustu 5 ár.

Viðkomandi fær skattfrelsi í 10 ár. Tvísköttunarsamningar eins og við Ísland gera það síðan að verkum að enginn skattur er greiddur af ellilífeyri, almennum lífeyrissjóðum og séreignarsparnaði.

Einnig geta aðrar tekjur orðið skattfrjálsar eftir að tekið er upp NHR heimilisfesti í Portúgal.  Endurskoðandi eða lögmaður þarf að skoða hvert mál sérstaklega til að veita ráðgjöf, en þetta getur átt við t.d. leigutekjur frá Íslandi, tekjur frá fjárfestingum, arðgreiðslur, söluhagnað, suma flokka af launum og öðrum tekjum erlendis frá eins og frá Íslandi.  Afli viðkomandi tekna innan Portúgal greiðist 20% skattur af þeim.

Þarf ég Golden Visa til að njóta NHR skattfrelsis í Portúgal?

Nei, Íslenskir ríkisborgarar þurfa þetta ekki. Golden Visa er vegabréfsáritun sem ætluð er einstaklingum sem koma frá löndum utan EES, EU, Sviss sem vilja fá heimilisfesti í Portúgal. Vegna EES samningsins þurfa Íslendingar ekki á þessu að halda.

Notið fagmenn og varist slúður umræðu á netinu

Valhalla vinnur úr umsóknum með Íslenskum og Portúgölskum endurskoðendum og lögmönnum til að tryggja að viðkomandi fái réttar upplýsingar um sína möguleika til að nýta sér NHR skattahagræðið.  Aðstæðurnar geta verið mismunandi. T.d. Íslendingur sem tók upp búsetu í Portúgal áður en NHR lögin öðluðust gildi, eða hefur ekki sótt um NHR stöðu í Portúgal, gæti af þeim sökum lent í því að uppfylla ekki skilyrði um skattfrelsi. Þessvegna er mikilvægt að láta fagmenn sjá um umsóknarferlið.

Hjá Valhalla ertu í öruggum höndum fagmanna á þessu sviði sem passa uppá að þitt umsóknarferli sé útfært í samræmi við gildandi lög og reglur bæði á Íslandi og í Portúgal.

Heimildir:

Portugal’s Non-Habitual Resident (NHR) Tax Code & Golden Visa Regime

http://www.nonhabitualresident.com/

NHR Resident Regime